Smitandi hósti í hrossum
Í síðustu viku var tilkynnt um smitandi hósta í hrossum á Hólum í Hjaltadal og nokkrum nágrannabæjum. Hóstinn er alla jafna vægur og hrossin ekki sýnilega veik að öðru leyti.
Að sögn Sigríðar Björnsdóttur dýralæknis á Hólum eru hrossin ekki með hita, en nefrennsli getur fylgt sem verður graftarkennt þegar á líður. Um öndunarsýkingu er að ræða sem ekki telst alvarleg og gengur yfir á einni til tveimur vikum.
Slappleiki fylgir veikinni og hvetur Sigríður fólk sem hefur fengið smit í sín hross að slaka á og gefa hestunum tíma til að jafna sig og nota þau ekki.
Ekki eru hrossin meðhöndluð sérstaklega þar sem um veirusjúkdóm er að ræða og því ekkert lyf til gegn því. Sigríður hvetur þó hrossaeigendur til að hafa samband við dýralækni jafni hrossin sig ekki eftir 2-3 vikur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.