Smali og skeið á Blönduósi

Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra verður haldið í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi sunnudaginn 21. mars kl: 13:00. Keppt verður í smala, fegurðarreið og skeiði.

Grunnskólamótið er keppni milli grunnskólanema í Húnavatnssýslum, Skagafirði og Siglufirði, óháð því hvort nemendurnir séu í hestamannafélagi eða ekki. Mikil stemning hefur verið á þessum mótum en það var fyrst sett á laggirnar á síðasta ári. Óhætt er að mæla með því að fólk komi og hvetji sinn skóla til dáða.

  • Staðan eftir fyrstu keppni:
  •  
  • Varmahlíðarskóli 30
  • Ársskóli 26
  • Grsk. Húnaþingsvestra 22
  • Húnavallaskóli 21
  • Blönduskóli 8

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir