Slagur í Grafarvoginum í kvöld

Tindastóll heimsækir Fjölnismenn í íþróttamiðstöðinni Dalhúsum í síðustu umferð Iceland-Express deildarinnar í kvöld. Sem stendur er Tindastóll í 7. sæti og getur með sigri tryggt sér það sæti endanlega. Ætli Fjölnir sér hins vegar að komast upp fyrir Tindastól verða þeir að vinna með 16 stiga mun eða meira. Ennþá er fræðilegur möguleiki á því að Tindastóll missi sæti sitt í úrslitakeppninni og því mikilvægt að Skagfirðingar á höfuðborgarsvæðinu mæti til að styðja okkar menn í baráttunni.

ÍR og Hamar sem einnig eru í baráttu um sæti í úrslitakeppninni eiga erfiða leiki fyrir höndum. ÍR-ingar taka á móti Grindvíkingum og geta Grindvíkingar unnið deildarmeistaratitilinn með sigri, fari svo að KR tapi í Stykkishólmi. Keflvíkingar fá Hamar í heimsókn og þeir þurfa á sigri að halda til að koma sér í sem besta stöðu fyrir úrslitakeppnina.

Leikurinn verður sýndur á heimasíðu Fjölnis og hefst hann kl. 19.15.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir