Skrapatungurétt þarfnast mikils viðhalds

Úr stóðréttum

Bæjarráð Blönduósbæjar fór á dögunum í  vettvangsskoðun í Skrapatungurétt ásamt Gauta Jónssyni, formanni landbúnaðarnefndar, þar sem ástand réttarinnar var kannað. Í ljós koma að mikil þörf er á viðhaldi réttarinnar.

 
Var bæjarstjóra falið að hafa samband við Skagabyggð um að gerð verði úttekt og kostnaðaráætlun á viðgerð réttarinnar.
Rætt var um ástand vegarins að Kirkjuskarði. Nauðsynlegt er að gera við veginn fyrir réttirnar í haust.
Jafnframt var rætt um girðingar meðfram þjóðvegi í Langadal. Bæjarstjóra falið að senda bréf á eigendur jarða meðfram þjóðvegi í sveitarfélaginu og minna á nauðsyn þess á að viðhalda girðingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir