Skráning hafin á Hólavatn

Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK að Hólavatni í Eyjafirði er nú í fullum gangi en í sumar verður boðið uppá 7 dvalarflokka fyrir börn á aldrinum 7-14 ára. Skráning hófst 20. mars og nú þegar er búið að skrá yfir 110 börn.

Hægt er að bæta við um 70 börnum til viðbótar í þá flokka sem í boði eru. Ein þeirra nýjunga sem í boði eru fyrir sumarið er þriggja daga Frumkvöðlaflokkur fyrir 7-8 ára stelpur en lokadagur flokksins er laugardaginn 12. júní og þá er foreldrum boðið að koma og taka þátt í dagskránni með börnunum.

Auk þess er vert að benda sérstaklega á Ævintýraflokk fyrir 12-14 ára þar sem strákar og stelpur eru saman í flokk en í öðrum flokkum er skipt upp eftir kyni.

Öllu starfsfólki Hólavatns er tryggður fjölbreyttur undirbúningur. Lögð er áhersla á fræðslu um þroska barna og unglinga, á hagnýt mál eins og skyndihjálp og brunavarnir, heilsuvernd og hreinlæti. Þá sækja allir starfsmenn námskeiðið „Verndum þau“ sem byggir á samnefndri bók og fjallar um barnaverndarmál.

Allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.kfum.is og skráning fer fram alla virka daga í síma 588-8899 og á www.kfum.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir