Skagfirskir skólar skora hátt

Skagfirskir skólar koma vel út í úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla og framkvæmd sjálfsmatsins.29 skólar voru matnir en af þeim voru 10 metnir með fullnægjandi sjálfsmatsaðferðir og í þeim hópi voru allir skólarnir í Skagafirði Einungis 5 skólar voru metnir með fullnægjandi framkvæmd sjálfsmats og í þeirra hópi var Árskóli á Sauðárkróki.
Í nýju lögunum um grunnskólastarf er gert ráð fyrir að hver grunnskóli skuli meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfsins. Í samræmi við ákvæði þetta er einnig gert ráð fyrir stórauknu opinberu eftirliti með skólahaldinu og þeim aðferðum sem notaðar eru í til að meta gæði skólastarfsins. Í haust er leið gerði menntamálaráðuneytið úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla og framkvæmd sjálfsmatsins. Að þessu sinni voru 29 grunnskólar teknir út, þar á meðal allir grunnskólarnir í Skagafirði. Þau viðmið sem lögð eru til grundvallar úttektum á sjálfsmatsaðferðum skóla eru birt í Almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla.  Af þessum 29 skólum voru 10 metnir með fullnægjandi sjálfsmatsaðferðir og í þeim hópi voru allir skólarnir okkar. Einungis 5 skólar voru metnir með fullnægjandi framkvæmd sjálfsmats og í þeirra hópi var Árskóli á Sauðárkróki. Grunnskólinn austan Vatna og Varmahlíðarskóla voru metnir fullnægjandi að hluta hvað þetta varðar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir