Skagfirðingar í 3G samband hjá Símanum
Síminn hefur lokið við uppsetningu á tíu 3G sendum í Skagafirði. Með því bætist Skagafjörður við þá fjölmörgu staði sem í dag eru skilgreindir sem 3G þjónustusvæði Símans. Sendarnir eru í Glæsibæ, Sauðárkróki, Hegranesi, Varmahlíð, Þverá, Flatatungu, Felli, Hjaltadal, Haganesvík og Skeiðsfossvirkjun.
Þetta felur í sér að viðskiptavinum Símans stendur til boða ný og skemmtileg þjónusta eins og myndsímtal, sjónvarp í símann, netið í símann ásamt því að að hafa kost á að komast í háhraðanetsamband í fartölvu með Netlykli Símans hvar sem er innan þjónustusvæðis Símans. 3G þjónustusvæði Símans nær nú til yfir 80% þjóðarinnar og uppbyggingin heldur áfram.
Áætlað er að þeir staðir sem eiga að tengjast háhraðaneti samkvæmt háhraðanetsverkefni fjarskiptasjóðs geta tengst sendunum von bráðar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.