Sjómannadagurinn á Skagaströnd í 70 ár
Út er komin bók um sögu sjómannadagsins á Skagaströnd í 70 ár eða allt frá því að hann var fyrst haldinn hátíðlegur um 1940.
Í bókinni er saga hátíðahaldanna rakin allt frá árinu 1939 og fram til dagsins í dag. Þar er að finna frásagnir af hinum ýmsu þáttum í sjómannadagshátíðahöldunum þennan tíma og deginum lýst í máli og myndum.
Í bókinni er skrá með myndum yfir alla þá sem fengið hafa heiðurspening sjómannadagsins allt frá árinu 1965 þegar fyrstu sjómennirnir voru heiðraðir.
Í lok bókarinnar sem heitir Sjómannadagurinn á Skagaströnd í 70 ár eru minningar 3ja Skagstrendinga um það hvernig þeir muna þennan dag frá æsku sinni og uppvexti.
Útgáfa bókarinnar er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra.
Bókin er til sölu í versluninni Samkaup á Skagaströnd og í Reykjavík má nálgast hana hjá Soffíu í síma 660 0062 og Stefáni í síma 820 6888
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.