Sjö sóttu um Miðgarð
feykir.is
Skagafjörður
28.05.2009
kl. 09.30
Sjö umsóknir bárust Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem sótt var um að gerast rekstraraðili fyrir Menningarhúsið Miðgarð. Er þetta í annað sinn sem auglýst er eftir rekstraraðila fyrir húsið.
Í fyrra skiptið kom einn aðili til greina en sá dró umsókn sína til baka og því varð að auglýsa í annað sinn. Farið var yfir umsóknirnar hjá menningar og kynningarnefnd og ákveðið að boða tvo aðila á eigendafund í Miðgarði, þar sem þeir geta gert nánari grein fyrir sínum umsóknum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.