Sjálfstæðismenn harma útkomu þriggja ára áætlunnar

Fulltrúar sjálfstæðisflokks í sveitastjórn telja miður að þriggja ára áætlun sveitastjórnar geri ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri og að í besta falli verði reksturinn kominn í jafnvægi undir lok tímabilsins.
Segja fulltrúarnir að samkvæmt því verði ekki séð að núverandi meirihluti treysti sér til að skapa sveitarfélaginu fjárhagslegt svigrúm til stórframkvæmda á næstu þremur árum. -Komið hefur fram að þörf er fyrir a.m.k 150 milljón króna hagræðingu í rekstri ef sveitarsjóður á að geta risið undir viðbyggingu við Árskóla. Ný sveitarstjórn tekur við í júní n.k. og mun það koma í hennar hlut að marka stefnuna næsta kjörtímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir