Sigurður Hansen er Maður ársins 2019 á Norðurlandi vestra
Líkt og undanfarin ár stóð Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vetra. Gafst fólki kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum en nú bárust sex tilnefningar sem teknar voru til greina. Sigurður Hansen í Kringlumýri í Blönduhlíð hlaut flest atkvæði og ber því titilinn Maður ársins á Norðurlandi vestra.
Í tilnefningu segir að Sigurður sé vel að því kominn að vera valinn maður ársins á Norðurlandi vestra. „Uppbyggingin á Kakalaskála er stórmerkilegt þrekvirki og ekki síður eitt merkasta og mesta útilistaverk landsins, til minningar um Haugsnesbardaga. Í sumar opnaði hann sýningu fjórtán alþjóðlegra listamanna sem sköpuðu margbrotin verk um hina stórkostlegu sögu Sturlunga, í Kakalaskála sem ber heitið Á söguslóð Þórðar kakala. Svo í dauða tímanum gaf hann út á haustdögum ljóðabókina Glóðir.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.