Búið að draga í Jólahappdrætti Körfuknattleiksdeildar Tindastóls
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
03.01.2025
kl. 08.33
Í gærkvöldi fór fram bein útsending frá Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls er þeir félagar Drungilas og Hlífar drógu út vinningsnúmerin í Jólahappdrættinu. Alls seldust 649 miðar en aðeins var dregið úr seldum miðum. Meistaraflokkur kvenna á leik í Síkinu á laugardaginn kl. 19:15 við Njarðvík og verður hægt að vitja vinningana í sjoppunni frá kl. 18 þann sama dag og á meðan á leik stendur. Hér fyrir neðan er hægt að sjá vinningaskrá og vinningsnúmerin og nú er bara spurning hver er á miða nr. 4 því sá aðili vann aðalvinninginn sem var Iphone 16.
Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Tindastóls þakka fyrir stuðninginn.
Áfram Tindastóll.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.