Styrktaræfing fyrir Öbbu
feykir.is
Skagafjörður
03.01.2025
kl. 09.17
Á morgun laugardaginn 4. janúar á slaginu kl. 10:00 verður styrktaræfing fyrir Öbbu (Valbjörgu Pálmarsdóttur) í Þreksport á Sauðárkróki.
Með þessari æfingu vilja þau sýna Öbbu stuðning en hún er um þessar mundir að ganga í gegnum kostnaðarsama lyfjameðferð vegna krabbameins og vonandi þannig létta undir með henni, þar sem hún er alltaf fyrst til að aðstoða aðra eins og segir í auglýsingu fyrir viðburðinn. Allir eru hvattir til að koma hvort sem er til að taka æfingu eða horfa á. Eftir æfingu verður kaffi og kaka í boði Sauðárkróksbakarí.
Þeir sem ekki komast en vilja taka þátt geta verið með - styrktarreikningur: kt. 250173-5639 | 370-22-099824
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.