Gillon með ný lög á nýju ári
Út er komin rafræna smáskífan Rauða hjartað með Gillon. Hún inniheldur aukalagið Gyðjan brosir (2025) og er það endurgerð af áðurútgefnu lagi með Gillon, en ljóðið er eftir Geirlaug Magnússon og fengið úr bókinni N er aðeins bókstafur (2003).
Gísli Þór Ólafsson (sem er bakvið flytjandanafnið Gillon) samdi Rauða hjartað árið 1990 í kjölfar gítartíma hjá Eika Hilmis þar sem Gísli spurði Eika hvernig maður semur lag. Eiki sýndi honum hljómagang og samdi Gísli svo laglínuna og textann. Lagið er því 35 ára á árinu og kemur út á afmælisdegi höfundar, 1. janúar 2025. Upptökustjórn var í höndum Aline Garmune og var tekið upp í Raftahlíð Studio. Þau Gísli og Aline spila á öll hljóðfærin í Rauða hjartanu utan við trommurnar, en þar lemur Fúsi Ben húðirnar en hann masteraði einnig smáskífuna. Í bakraddakór eru þau Alex Bjartur Konráðsson, Fanney Rós Konráðsdóttur, Kristey Rut Konráðsdóttir og Snædís Katrín Konráðsdóttir.
Von er á 7“ vínylútgáfu í kringum 20. janúar. Mynd á umslagi er eftir Aline Garmune.
Spotify: https://open.spotify.com/album/2HZK1X9UP4bXQaoBvOhScF?si=di-B_CqATP2R3Q00FdvXMg
Youtube: https://www.youtube.com/watch?v=jyqL5Ou4ZQU&list=OLAK5uy_nnnFy8fmpKkVkjgo9Yb1-Hf3uI03FqJ1U
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.