Shakespeare er mestur og bestur en að mestu hættur að skrifa... | Þorgeir Tryggva svarar Bók-haldinu
feykir.is
Listir og menning, Mannlíf, Lokað efni
27.04.2024
kl. 11.47
Bók-haldið hefur tvívegis tekið hús á gagnrýnendum Kiljunnar hans Egils Helga og nú bætum við einum til viðbótar í safnið. Þorgeir Tryggvason var að sjálfsögðu klár í slaginn þegar til hans var leitað. Toggi fæddist á Siglufirði árið 1968 en býr nú í Reykjavík, giftur, með dóttur og dótturson í næsta húsi, starfar sem texta- og hugmyndasmiður á auglýsingastofunni Hvíta húsinu á daginn. „Bókarýnir í Kiljunni u.þ.b. annað hvert miðvikudagskvöld. Spilerí og fjör með Ljótu hálfvitunum þegar færi gefst,“ bætir hann við og þegar hann er spurður um hvað sé í deiglunni svarar hann: „Sjöunda plata Hálfvitanna. Það verður smá Sauðárkróksblær á henni ef allt fer sem horfir.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.