Séra Ólafur las Passíusálma í 7 tíma
feykir.is
Skagafjörður
30.03.2010
kl. 11.58
Síðasta sunnudag las séra Ólafur Hallgrímsson Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Mælifellskirkju. Hófst lesturinn klukkan 13 og lauk sjö tímum síðar.
Að sön Ólafs eru Passíusálmarnir sígilt meistaraverk sem á sama erindi við okkur í dag eins og þegar þeir voru ortir á 17. öld. Helga Bjarnadóttir í Varmahlíð veitti Ólafi hjálp við lesturinn og las nokkra sálma en þeir eru alls fimmtíu að tölu.
Ólafur segir daginn hafa verið góðan þó áheyrendur hafi verið með færra móti þetta árið en þetta var í níunda skiptið sem hann las sálmana í kirkjunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.