Selasiglingar í Miðfirði

Nýstofnað fyrirtæki á Hvammstanga sem ber nafnið Selasigling mun hefja siglingar á Miðfirði í vor þar sem fólki gefst kostur á að veiða á stöng, skoða seli og hina stórkostlegu náttúru svæðisins.

Það eru þau Kjartan, Anna María, Elli og Linda sem standa að baki þessu og hafa þau keypt 20 tonna eikarbát sem ber nafnið Brimill og gerður verður út í þessu skini.

Brimill fer í slipp og verður opnaður niður í lest þar sem farþegarými fyrir 30 manns verður komið fyrir og er von á því að upp úr 17.maí verði hægt að hefja siglingarnar.

/Norðanátt.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir