Sannkallað páskalamb

Vorið kom snemma á í fjárhúsin hjá Erlu Lár þetta árið en þegar hún kom í húsin um kaffi á páskadag hafði einn gemlingurinn óvænt borið þessu líka glæsilega páskalambi.

Gemlingarnir áttu nú ekki að vera með lambi en hrútsræfill sem hafði fengið líf sökum smæðar hafði verið færður full seint frá lömbunum og úr varð gimburin Páskalilja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir