Samdi eitt stykki lummulag
Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir er ekki af baki dottin en á dögunum var frumsýndur söngleikur Sólveigar Töfratónar Ævintýrakistunnar og er skemmst frá því að segja að uppsetning hennar sló í gegn. Nú hefur Sólveig hrisst fram úr ermi sinni eitt stykku Lummulag sem hljóma mun nú um Lummuhelgina svo og allar ókomnar Lummuhelgar.
Feykir fékk textann sendan og nú er um að gera að leggja hann á minnið og syngja með um helgina.
Bærinn er að springa út,
Eitthvað er að gerast hér,
Hitaðu nú pönnuna
Lummaðu þig upp!
Grillaðu í götunni,
Tæmdu bauk með grannanum
Bregðu á leik með krökkunum
Slökktu á símanum!
Lummudaga, njótum öll sem eitt.
Lummudaga, því Skagfirðingar kunn‘að rokka feitt!
Lét ekki einhver örugglega ísbirnina vita
að nú væri rétti tíminn,
til að kom´og fá sér girnilegan bita!
Kannski viltu rúsínur,
Smá slettu af mjólkurgraut,
Endalausar uppskriftir,
Engar tvennar eins.
Svona er það með mannfólkið
Óteljandi útgáfur
En lánið leikur við okkur
Ég er Skagfirðingur!
Sólveig B Fjólmundsdótttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.