Rútuferð á leik Keflavíkur og Tindastóls
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
30.03.2010
kl. 16.55
Búið er að setja upp skráningu í rútuferð stuðningsmanna Tindastóls til Keflavíkur á fimmtudaginn, skírdag fyrir þá sem vilja verða vitni að einum mikilvægasta leik félagsins hin síðari ár.
Skráningin fer fram á heimasíðu Tindastóls og verður öllum kostnaði haldið í lágmarki en hann fer eftir fjölda þátttakenda. Brottför er áætluð klukkan 14:00 á fimmtudag frá plani íþróttahússins (sunnan megin).
Slóðina má finna á spjallinu en hægt er að smella HÉR og þá getið þið skráð ykkur til leiks og tekið þátt í að styðja strákana með beinum hætti í Sláturhúsinu sjálfu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.