Rúmar 15 milljónum úthlutað í menningarstyrki.

 Fyrri umsóknarfrestur Menningarráðs Norðurlands vestra um menningarstyrki á árinu 2010 rann út 15. mars sl. Ráðinu bárust 84 umsóknir og hafa þær aldrei verið fleiri. Alls var sótt um tæpar 50 milljónir í styrki.

Á fundi menningarráðs, 24. mars, var ákveðið að úthluta 15.250.000 kr. til 61 aðila. Hæsti styrkurinn var ein milljón króna en þeir lægstu eitt hundrað þúsund krónur.

Af heildarupphæðinni fara rúm 23% til tónlistar, 15% til menningartengdrar ferðaþjónustu og 11% til útgáfumála.

Úthlutun styrkja fer fram að Gauksmýri, Húnaþingi vestra, fimmtudaginn 22. apríl, kl. 17.00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir