Reykjabraut frestað um óákveðin tíma
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
18.06.2009
kl. 13.50
Ákveðið hefur verið að fresta um óákveðinn tíma tveimur útboðum hjá Vegagerðinni sem þegar hafa verið auglýst. Tilboðin átti að opna eftir helgi. Frestunin tengist niðurskurði í útgjöldum ríkisins sem nú er unnið að. Annað útboðið sem hætt var við var Reykjabraut í Húnavatnssýslu.
Reykjabraut liggur frá Hringveginum og austur fyrir Steinakot í nágrenni Húnavalla. Verkið felst í að endurnýja núverandi veg og leggja nýtt slitlag á liðlega 7 km kafla.
Að sögn fulltrúa vegagerðarinnar er þarna um að ræða lið í aðgerðaáætlun ríkisstjórnar Íslands
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.