Rauðhetta í Litlaskógi

Leikhópurinn Lotta

Sunnudaginn 21. júní mun Leikhópurinn Lotta koma til Sauðárkróks með nýjustu leiksýningu sína, Rauðhettu. Sýnt verður í Litla Skógi fyrir ofan Hótel Miklagarð. Sýningin hefst klukkan 15:00.

 

 

 

 

Verkið skrifaði Húsvíkingurinn Snæbjörn Ragnarsson og er það byggt á klassísku ævintýrunum um Rauðhettu og úlfinn, Hans og Grétu og Grísina þrjá. Sögurnar eru fléttaðar saman á nýstárlegan og skemmtilegan hátt svo úr verður stærðarinnar ævintýri. Snæbjörn hefur einnig samið lög fyrir verkið ásamt bróður sínum Baldri og Mývetningnum Gunnari Ben.

 

Þetta er þriðja sumarið sem Leikhópurinn Lotta tekur sig til og setur upp barnasýningu. Sumarið 2007 var hið sívinsæla verk Torbjörns Egners, Dýrin í Hálsaskógi, sett á svið og í fyrra var það Galdrakarlinn í Oz í nýrri leikgerð Ármanns Guðmundssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir