Ræsting og bón stækkar

Sigurður Eiríksson eigandi fyrirtækisins Ræsting og bón á Sauðárkróki keypti í haust fyrirtækið Glans í Reykjavík og hyggst snúa því úr taprekstri og gera það skuldlaust með haustinu.

Að sögn Sigurðar er verkefnastaðan með nýja fyrirtækið mjög góð fyrir þá sex starfsmenn sem þar vinna. –Það hlaðast inn verkefni án þess ég auglýsi stafkrók, segir Sigurður sem er aðstæðnanna vegna með annan fótinn fyrir sunnan.  Fimm starfsmenn eru starfandi hjá Ræsting og bón á Sauðárkróki auk Sigurðar og eru verkefnin næg að hans sögn og bætist frekar við ef eitthvað er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir