Ráðherra greinir frá afleiðingum niðurskurðar

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra svaraði nú í vikunni fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, alþingismann framsóknar,  um niðurskurð í Norðvesturkjördæmi. Í svörum ráðherra er hægt að sjá hversu víðtækur niðurskurðurinn er og hvar þjónusta er og verður skert.
Voru spurningar Gunnars Braga þessar?
-Hversu mikið er sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í Norðvesturkjördæmi gert að skera niður á árinu 2010, skipt eftir stofnunum?
  Til hvaða aðgerða hafa stofnanirnar, hver fyrir sig, nú þegar gripið?

Sem svar við spurningu tvö kemur hér upptalning helstu hagræðingaraðgerða heilbrigðisstofnana á Hvammstanga, Blönduósi og á Sauðárkróki á árinu 2009.

Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga.

    –      Lækkun launakostnaðar lækna og hjúkrunarforstjóra.
    –      Stytting vakta og fækkun stöðugilda, u.þ.b. tvö stöðugildi.
    –      Minnkun starfshlutfalls í félagsstarfi, 50%.
    –      Tímabundin fækkun hjúkrunarfræðinga.
    –      Minnkaðar afleysingar og yfirvinna.
    –      Akstur og húsaleigufríðindi minnkuð.
    –      Bifreiðakostnaður lækkaður.
    –      Minnkun starfshlutfalls sjúkraþjálfara.
    –      Aðhald í innkaupum í eldhúsi.
    –      Aðhald í endurmenntunar- og námskeiðskostnaði.
Heilbrigðisstofnunin Blönduósi.
    –      Bakvaktir vegna rannsókna og röntgens minnkaðar en mikil bakvaktarþjónusta var fyrir.
    –      Samningi um prestþjónustu sagt upp.
    –      Föst og unnin yfirvinna minnkuð.
    –      Ein læknastaða lögð niður en ráðið í afleysingar í vaktafríum, sumarfríum og námsleyfum.
    –      Viðhald og endurbætur skorið niður.
    –      Námskeiða- og ferðakostnaður minnkaður.
    –      Dregið úr minniháttar eignakaupum.
    –      Hagræðing vakta á deildum.
    –      Önnur hagræðing í verkkaupum.
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki.
    –      Aðhald í yfirvinnugreiðslum og bann við afleysingum.
    –      Lækkun vaktaálags heilsugæslulækna.
    –      Afleysingar lækna takmarkaðar.
    –      Lækkun launa sjúkrahúslækna og deildarstjóra.
    –      Hagræðing í eldhúsi og ræstingu.
    –      Stöðugildum fækkað um 4–5 (störf í ræstingu, aðhlynningu og endurhæfingu).
    –      Ekki hefur verið ráðið í störf þeirra sem hafa hætt störfum hjá stofnuninni.
    –      Rannsóknir og röntgen, dregið úr bakvöktum.
    –      Fækkað um hálft stöðugildi ljósmóður og bakvöktum fækkað.
    –      Staða gæðastjóra lögð niður.
    –      Aðhald í verkkaupum og húsnæðiskostnaði.
    –      Almennt aðhald í útgjöldum og eignakaupum.
Að lokum svar við þeirri spurningu Gunnars Braga um hvaða aðgerðir séu fyrirhugaðar hjá þessum stofnunum, hverri fyrir sig?

Heilbrigðisstofnun Vesturlands. (Áður Hvammstangi)
    Framlag til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands lækkar um 153,4 millj. kr. (5,5%) á árinu 2010. Lækkunin skiptist með eftirfarandi hætti:
    Heilsugæslusvið: 26,2 millj. kr. (2,9%). Sameining heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva á Vesturlandi.
    Sjúkrasvið: 86,3 millj. kr. (6,0%). Sameining heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva á Vesturlandi ásamt St. Franciskusspítala
    Hjúkrunarsvið: 40,9 millj. kr. (9%). Sameining stofnana og fækkun hjúkrunarrýma um þrjú.
    –      Fastlaunasamningar gerðir við lækna sem voru með ferliverkasamninga.
    –      Aksturssamningar felldir niður.
    –      Staða fæðinga- og kvensjúkdómalæknis (80%) ekki nýtt átta mánuði ársins.
    –      Minnkuð stöðugildi hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, deildarritara, geislafræðinga, sjúkraþjálfa, ljósmæðra, iðjuþjálfa, skólahjúkrunar, sjúkraflutninga, bókara og í þvottahúsi. Fækkað um u.þ.b. átta stöðugildi.
    –      Starfsemi öldrunardeildar breytt frá og með 1. sept., stefnt að fækkun um 3–4 stöður.
    –      Vaktafyrirkomulag aðstoðarlækna endurskoðað (greiðsla lækkuð).
    –      Yfirvinna lækkuð á tæknideild og á skrifstofu.
    –      Staða rafvirkja lögð niður.
    –      Gæsluvakt II lögð af á Heilsugæslusviði á Akranesi og á Hvammstanga.
    –      Aksturssamningar heimahjúkrunar felldir niður – bílar keyptir.
    –      Stöður framkvæmdastjóra lagðar niður í Borgarnesi, Búðardal, Grundarfirði og Ólafsvík.
    –      Stöðu forstjóra á St. Fransciskuspítala, Hólmavík og Hvammstanga breytt í stöðu svæðisfulltrúa og laun lækkuð (biðlaun hafa áhrif á þessu ári).
    –      Staða bókara í Búðardal, á Hvammstanga og Hólmavík lögð niður.
    –      Þjónusta sjúkraflutninga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í endurskoðun vegna sameiningar.
    –      Samræmd símsvörun frá 15. febrúar.
    –      Greiðslur vegna grænna seðla á Hvammstanga færðar í laun.
    –      Vaktafyrirkomulag hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða St. Franciskusspítala í endurskoðun.
    –      Opnunartími skurðstofu minkaður um 4 klst. á viku.
Heilbrigðisstofnunin Blönduósi.
    Framlag til Heilbrigðisstofnunarinnar Blönduósi lækkar um 45,1 millj. kr. (10,5%) á árinu 2010. Lækkunin skiptist með eftirfarandi hætti:
    Heilsugæslusvið 2,5 millj. kr. (2,2%). Gert er ráð fyrir rekstrarhagræðingu með aukinni samvinnu stofnana á Norðurlandi.
    Sjúkrasvið 11,7 millj. kr. (12,5%). 3,5 millj. kr. vegna rekstrarhagræðingar með aukinni samvinnu stofnana á Norðurlandi og 9 millj. kr. vegna leiðréttingar fjárheimildar. Reiknilíkan sem stuðst er við þegar fjárheimildir til stofnana eru ákvarðaðar sýnir að framlög til Heilbrigðisstofnunarinnar Blönduósi eru hærri en fjárveitingar til sambærilegra stofnana. Fjárheimildir stofnunarinnar eru lækkaðar af þeim sökum í þremur áföngum, fyrst árið 2009.
    Hjúkrunarsvið 30,9 millj. kr. (13,8%). Reiknað er með að fækkað verði um 5 af 32 hjúkrunarrýmum á stofnunni sem reynslan sýnir að hafa verið vannýtt.
    –      Starfsmenn bráðadeildar FSA svara símtölum utan dagvinnutíma sem leiðir til færri útkalla lækna en verið hefur.
    –      Minnkun starfshlutfalla í aðhlynningu og ræstingu. Staða aðstoðarráðsmanns lögð niður með aðkomu Fasteigna ríkissjóðs.
    –      70% staða læknaritara lögð niður vegna samtengingar Sögukerfis á Norðurlandi. Starfsmaður færður til í starfi.
    –      Stjórnendum í hjúkrun fækkað úr fimm í þrjú.
    –      Sameining deilda og breytt vinnulag leiðir til þess að hægt er að hagræða í þvottahúsi (80% staða).
    –      Akstursgreiðslur starfsmanna aflagðar og fastri yfirvinnu sagt upp.
    –      Starfshlutföll minnkuð (20%) og breytt vinnulag á skrifstofum.
    –      Starf aðstoðarmanns sjúkraþjálfara verður lagt niður (70%) og starfsmanni í afþreyingu og föndri sagt upp (50%) en verkefnin flytjast á aðra starfsmenn.
    –      Breytingar verða gerðar á launakjörum lækna. Greiðslu fyrir græna seðla verður hætt og gæsluvakt II lögð af.
    –      Þjálfunarlaug verður lokað þegar kemur að árlegu viðhaldi.
    –      Hagræðing í innkaupum og aukið eftirlit með lyfjakaupum og rannsóknum.
    –      Reynt verður að komast hjá afleysingum vegna fría þar sem það á við.
    –      Breytingar á rekstri sjúkrabíla á Skagaströnd (til skoðunar í ráðuneyti).
    –      Ráðningarbanni verður viðhaldið og ekki ráðið í störf sem losna nema í algerum undantekningartilfellum.

Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki.
    Framlag til Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki lækkar um 95,8 millj. kr. (10,8%) á árinu 2010. Lækkunin skiptist með eftirfarandi hætti:
    Heilsugæslusvið, hækkun um 1,1 millj. kr. (0,6%). Gert er ráð fyrir rekstrarhagræðingu með aukinni samvinnu stofnana á Norðurlandi.
    Sjúkrasvið 9,0 millj. kr. (2,7%). Gert er ráð fyrir rekstrarhagræðingu með aukinni samvinnu stofnana á Norðurlandi.
    Hjúkrunarsvið 87,9 millj. kr. (23,6%). Reiknað er með að fækkað verði um 15 af 56 hjúkrunarrýmum á stofnunni sem reynslan sýnir að hafa verið vannýtt.
    –      Fækkað stöðugildum í ræstingu.
    –      Staða hjúkrunarfræðings á Hofsósi (100%) verður lögð niður en læknir mun eftir sem áður fara þangað einu sinni í viku (þessi liður er til skoðunar í ráðuneyti).
    –      Geðlækni (60%) sagt upp en gert ráð fyrir að þjónusta farandlæknis verði keypt að hluta til á móti.
    –      Farandlæknar, þ.e. barna-, endurhæfingar-, og meltingarlæknar, koma ekki aftur eftir sumarfrí.
    –      Greiðslum til lækna vegna grænna seðla verður sagt upp.
    –      Föst og unnin yfirvinna á skrifstofu, húsvarða og deildarstjóra skorin niður.
    –      Takmörkun á afleysingu.
    –      Bakvöktum ljósmæðra hætt (þessi liður er til skoðunar í ráðuneyti).
    –      Aðhald í röntgeni og rannsóknum.
    –      Áframhaldandi hagræðing í eldhúsi.
    –      Fækkun hjúkrunarfræðinga og breytt skipulag.
    –      Akstursgreiðslum sagt upp.
    –      Sjúkraliði í endurhæfingu fer í önnur störf innan stofnunar.
    –      Lækkun gæsluvakta nema.
    –      Almennt yfirvinnubann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir