Pókókið gýs í kvöld - frumsýning í Höfðaborg
Leikfélag Hofsóss frumsýnir í kvöld leikritið Pókók eftir leikritaskáldið Jökul Jakobsson en fjöldinn allur af litskrúðugum persónum prýðir sviðið á meðan á sýningu stendur því um er að ræða skopleik sem býður upp á ýktan leikstíl, eins og segir í leikskrá.
Það er Þröstur Guðbjartsson sem leikstýrir verkinu en hann er Skagfirðingum að góðu kunnur en hann hefur leikstýrt sex sýningum hjá Leikfélagi Sauðárkróks frá árinu 2002 og leikstýrði Ef væri ég gullfiskur sem Leikfélag Hofsóss setti upp 2007. Þröstur heldur nú uppá 30 leikstjóraafmæli.
Frumsýningin hefst í kvöld kl. 20:30 og að sjálfsögðu er sýnt í Höfðaborg á Hofsósi. Miðapantanir eru í síma 893 0220 á milli kl. 13-18 sýningardagana.
Sýningartímar:
Frumsýning föstudag 19. mars kl. 20:30
2. sýning laugardag 20. mars kl. 20:30
3. sýning þriðjudag 23. mars kl. 20:30
4. sýning laugardag 27. mars kl. 20:30
5. sýning fimmtudag 1. apríl kl. 17:00
6. sýning fimmtudag 1. apríl kl. 23:00
7. sýning mánudag 5. apríl kl. 15.00
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.