Óteljandi gluggar sjúkrahússins þvegnir

Klukkan hálf tíu á laugardagsmorguninn 30. maí mættu hjá sjúkrahúsinu á Sauðárkróki eldhressar stelpur úr 3. flokk kvenna og foreldrar þeirra. Tilefnið var að þrífa glugga á sjúkrahúsbyggingunni en það var liður í fjáröflun til að fjármagna æfinga- og skemmtiferð til Svíþjóðar 12.-19. júlí.


Stemmingin var góð og allir lögðu sitt af mörkum til að klára verkið sem fyrst, fengnir voru lyftarar sem gerðu gæfumuninn og var því gluggaþvotturinn fljótunninn. Eftir tveggja klukkutíma vinnu, komu tvær frábærar mömmur úr hópnum með smurt brauð, kaffi og gos og var því tekið stutt matarhlé. Eftir það voru einungis örfáir gluggar eftir og sannarlega búið að slá tímamet hvað varðar gluggaþvottinn rækilega og verður erfitt að slá það í framtíðinni.
/Snæbjört

    

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir