Öskrum úr okkur lungun
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
12.06.2009
kl. 08.31
Nýliðarnir úr BÍ Bolungavík mæta á Krókinn á morgun laugardag þar sem þeir munu etja kappi við spræka heimamenn í Tindastól. Leikurinn hefst klukkan 14 en að þessu sinni er það hársnyrtistofan Capello sem býður á völlinn. Spáin fyrir morgundaginn er boltanum hagstæð og því er engin ástæða til þess að mæta ekki á völlinn og æpa úr sér lifur og lungu. Áfram Tindastóll.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.