Orðsending frá forvarnarteymi Skagafjarðar

 Forvarnateymi Skagafjarðar sendi erindi vegna fréttar á  Feykir.is en með erindinu  vill forvarnateymi Skagafjarðar  koma á framfæri bréfinu sem foreldrum barna í 8.-10.bekkjum í Skagafirði var sent og auglýsingu frá fyrirtækinu Agent.is um fyrirhugaða skemmtun á Mælifelli og fleiri stöðum á landinu.

Frá Forvarnateymi Skagafjarðar:

Kæru foreldar barna í 8.-10.bekkjum í Skagafirði.

Okkur þykir rétt að upplýsa ykkur um umdeilda samkomu  sem fyrirtækið Agent.is stendur fyrir á Mælifelli n.k. föstudagskvöld undir heitinu „ Follow the white rabbit tour“ og er  ætluð börnum frá 14 ára aldri.(skv.auglýsingu frá fyrirtækinu) .  Þar koma fram diskótekarinn Óli Geir ( fyrrv.Herra Ísland)  og Haffi Haff  ásamt fleirum.

Okkur hafa borist ábendingar frá Saman-hópnum, Barnavernd Reykjavíkur og Forvarnayfirvöldum á Akranesi um að hér sé á ferðinni  skemmtun/samkoma, sem full ástæða sé til að foreldrar fylgist með, einkum varðandi yngri börnin 14 – 16 ára. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, starfsmenn félagsmiðstöðva ÍTR og Lögreglan voru á staðnum þegar þetta fór fram í Reykjavík fyrir stuttu auk þess sem foreldrum var gert viðvart. Samstarfsaðilum okkar þótti sumt af því sem þarna var boðið upp á vart við hæfi þeirra sem yngri eru, t.d. varðandi textagerð. Flestir voru sammála um að það væri úr takti við almenna umræðu í samfélaginu til margra ára að vera boða svo ung börn til svona samkomu. Ekki er hægt að banna slíkar skemmtanir en full ástæða fyrir foreldra til að vera á varðbergi.

Með forvarnakveðjum

Fulltrúar Forvarnateymis Skagafjarðar.

Feykir.is hafði samband við Sigga Dodda, vert á Mælifelli, sem segir að hann sjái alfarið um umdædda skemmtun enda borgi hann laun skemmtikrafanna en ekki Agent.is sem er í eigu Óla Geirs, annras skemmtikrafts kvöldsins.

 
Þá sendi Forvarnarteymið máli sínu til stuðnings auglýsingu sem það fann á netinu.
 

FOLLOW THE WHITE RABBIT TOUR

FOLLOW THE RABBIT TOUR 2010 !

Dj Óli Geir og Haffi Haff túra um landið alla páskana með alvöru partý sem þú mátt ekki missa af! Haldin verða alls 9 show þar sem þeir kappar munu koma fram, 14+ - 16+ og 18+.

Strákarnir koma svo fram á NASA 31. mars þar sem engin annar heldur en KLAAS verður að spila, en þeir mun hita upp fyrir snillinginn ásamt Sindra BM.

Strákarnir í LIMITED COPY ætla að túra einhvað með Óla og Haffa og er dagskráin eins og hér segir:

26. mars @ Mælifell, Sauðarkrók (14+ / 16+)
27. mars @ 800, Selfoss (18+)
31. mars @ Nasa, Reykjavík ásamt KLAAS (14+ / 18+)
2. apríl @ Valaskjálf, Egilsstaðir (18+)
3. apríl @ 800 Bar, Selfoss (14+ / 16+)
4. apríl @ Breiðin, Akranes (16+)

Fylgdust vel með hérna á FACEBOOK, við ætlum að gefa miða á öll giggin.

Ekki missa af PÁSKATÚR DJ ÓLA GEIRS OG HAFFA HAFF - follow the white rabbit!
Við látum fylgja með hvernig Mælifell auglýsir uppákomuna.

Föstudagskvöld
Páskatúr Dj Óla Geirs og Haffa Haff kemur við á Mælifelli(Unglingaball og einnig kl. 23-03)
Unglingaball8 - 10 bekkurkl. 20 - 22
Aðgangseyrir 1.000.

-Opnum aftur kl. 23 til 0318 ára aldurstakmark

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir