Opnun Hafíssetursins á Blönduósi
Eftir vetrarfrí opnar Hafíssetrið í Hillebrandtshúsi á Blönduósi á nýjan leik þriðjudaginn 2. júní n.k. kl. 16:00 – 18:00. Sýningu hefur verið breytt frá síðasta ári og er nú til sýnis hvítabirnan sem kom á land við Hraun á Skaga í júní s.l. Hún er í eign Náttúrufræðistofnun Íslands.
Önnur viðbót á sýningunni er í risi hússins og er ætluð börnum. Þetta verkefni hlaut styrk frá Menningarráði Norðurlands vestra og Ferðamálastofu.
Á opnunardaginn verður lesin saga frá því þegar Karen Helga Steinsdóttir heimasæta á Hrauni sá birnuna, en söguna skrifaði hún sjálf. Einnig verður kosið um nafn á hvítabirnuna.
Nafnið verður svo tilkynnt á Húnavöku þann 19. júlí 2009 og verðlaun afhent fyrir skemmtilegasta nafnið.
Að sögn Katharinu A. Schneider forstöðumanns Hafíssetursins verða léttar veitingar í boði á opnunardaginn og segir hún að gaman væri að sjá sem flesta.
Hafíssetrið verður opið alla daga í sumar frá kl. 11:00 – 17:00.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.