Opið hús í leikskólunum á morgun
feykir.is
Skagafjörður
04.02.2010
kl. 08.48
Dagur leikskólans, 6. febrúar, verður haldinn í annað sinn en dagurinn er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Markmiðið með verkefninu er að beina sjónum að leikskólanum og því gróskumikla og mikilvæga starfi sem þar fer fram, hvetja til aukinnar umræðu um leikskólastarf og gera það sýnilegra. Í tilefni af deginum verður opið hús í leikskólunum á Sauðárkróki,Glaðheimum, Furukoti, skólahóp í Árvist og Krílakoti, föstudaginn 5.febrúar kl. 9:15 – 10:15. Þar gefst gestum kostum á að fylgjast með börnum í leik og starfi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.