Ólafur í stjórn HSS
Aðalfundur Hrossaræktarsamband Skagfirðinga var haldinn s.l. mánudag í reiðhöllinni Svaðastöðum. Þær breytingar urðu á stjórn að Ólafur Sigurgeirsson kom inn í stað Sigurbjörns Þorleifssonar.
Sigurbjörn gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hefur starfað í stjórn HSS sl. 9 ár. Voru honum þökkuð vel unnin störf með dynjandi lófataki. Þeir Atli Traustason, Jón Geirmundsson og Stefán Reynisson voru endurkjörnir sem varamenn í stjórn. Þá voru þeir Páll Friðriksson og Haraldur Jóhannesson í Enni endurkjörnir sem skoðunarmenn reikninga.
- Núverandi stjórn skipa:
- Ingimar Ingimarsson, Ytra-Skörðugili, formaður.
- Eymundur Þórarinsson, Saurbæ
- Eysteinn Steingrímsson, Hólum
- Magnús Bragi Magnússon, Íbishóli
- Ólafur Sigurgeirsson, Kálfsstöðum
Á fundinum flutti Guðrún Stefánsdóttir kennari við Hólaskóla, fræðandi og skemmtilegt erindi um fóðrun stóðhryssna og unghrossa. Eyþór Einarsson fór yfir efstu kynbótahross ársins 2009 með skagfirskan uppruna og Steinunn Anna Halldórsdóttir fræddi fundargesti um notkun Heimaréttarinnar í Worldfeng.
/Horse.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.