Öflugir skagfirskir meistarar

Ný brautskráðir Skagfirðingar með MA gráðu,  Kristín Jónsdóttir í hagnýtri menningarmiðlun og Sara Valdimarsdóttir í menntunarfræðum á leið í fyrstu ferðir sumarsins Á Sturlungaslóð, en þær stöllurnar eru einmitt báðar virkar innan hópsins, Kristín sem verkefnisstjóri.

Vorbrautskráning kandídata frá Háskóla Íslands fór fram laugardaginn 20. júní. Þetta var stærsta brautskráning frá Háskóla Íslands frá upphafi en  heildarfjöldi kandídata sem brautskráðist var 1.539. Skýringuna á fjölda kandídata er að finna í þeim mikla vexti sem verið hefur í Háskóla Íslands. Háskólinn stækkaði t.a.m. um fjórðung við sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands 1. júlí í fyrra og svo um 10% við inntöku nýnema um síðustu áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir