Nýtt skátaheimili

Þann 1. apríl næstkomandi, sem er skírdagur, ætlar skátafélagið Eilífsbúar að taka í notkun nýtt skátaheimili, sem er að Borgartúni 2, með opnu húsi frá kl. 14 – 17. 

Okkur yrði það sönn ánægja að sem flestir sæju sér fært að fagna þessum tímamótum með okkur með því að skreppa í heimsókn til okkar þennan dag og þiggja veitingar ásamt því að skoða þessi nýju húsakynni okkar sem við erum afskaplega stolt af.
Skátafélagið Eilífsbúar festi kaup á húsinu að Borgartúni 2 á Sauðárkróki árið 2006 og frá því febrúar 2007 hefur verið unnið að endurbótum á húsnæðinu, sem áður var notað sem bílaverkstæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir