Nýir fulltrúar á Búnaðarþing.

 
Á aðalfundi Búnaðarsambands Skagfirðinga fyrir skömmu voru kosnir fulltrúar héraðsins á Búnaðarþing næstu þrjú árin.

Einn listi kom fram. Á honum voru sem aðalmenn Guðrún Lárusdóttir Keldudal og Smári Borgarsson Goðdölum. Varamenn voru Atli Traustason Syðri-Hofdölum og Valdimar Sigmarsson Sólheimum. Þar sem þetta var eini listinn sem fram kom var hann sjálfkjörinn. Fráfarandi fulltrúar Skagfirðinga voru Jóhann Már Jóhannsson Keflavík og Rögnvaldur Ólafsson Flugumýrarhvammi.   ÖÞ:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir