Ný stjórn Leikfélags Sauðárkróks

Á aðalfundi Leikfélags Sauðárkróks sem haldinn var 8. júní s.l. voru 19 nýir félagar munstraðir í félagið og kjörin ný stjórn auk þess sem húsnæðismálin voru mikið rædd.

Frá aðalfundi Leikfélagsins

Leikfélagið stóð í ströngu síðasta leikár þar sem 120 ára afmæli LS var minnst á ýmsa vegu s.s með sýningu á frumsömdu leikverki auk útgáfu á vönduðu afmælisriti um sögu leiklistar á Sauðárkróki.
Á fundinum var lesin upp yfirlýsing frá sveitarstjóra um að Sveitarfélagið Skagafjörður muni kaupa Leikborg, sem er æfingarhúsnæði Leikfélagsins, þótt enn hafi ekki verið gengið frá pappírum um þau mál.

Nýja stjórn skipa:
Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, formaður
Hanna Bryndís Þórisdóttir, gjaldkeri
Sigrún Heiða Pétursdóttir Seastrand, ritari
Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir, varaformaður
Sindri Rafn Haraldsson, meðstjórnandi
Í varastjórn sitja Andrea Guðbrandsdóttir, Arna Björk Árnadóttir og Ragnar Rögnvaldsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir