Ný heimasíða hjá Molduxum

Hinir fjallmyndarlegu, geðgóðu og einstaklega glaðbeittu Molduxar hafa nú opnað nýja heimasíðu þar sem gamla síðan hreinlega gufaði upp árið 2009 og hefur ekkert til hennar spurst síðan!!

Getgátur eru samt um það að ónefndur fréttamiðill hafi ekki verið sáttur við óheftan aðgang Molduxa að netheimum og því ráðið til sín hóp málaliða, sérþjálfaða í að losa sig við svona óværur sem áttu það til að kalla fram stöku broskiprur í andlitum á annars grafalvarlegu fólki í miðri kreppunni. Einnig heyrðist því fleygt að einhverjir útrásarvíkingar hafi hreinlega stolið síðunni og hún hafi síðan lent í höndunum á skilanefnd bankanna sem eina eignin (ásamt leifum af gamalli köku með gullkryddi) sem var áþreifanleg í uppgjöri víkinganna við bankana!

Svona hljóðar kveðjan á nýrri síðu Molduxanna en þar er ætlunin að verði skoðanir, tilskipanir, hetjusögur og annað efni sem Molduxum dettur í hug að tjá sig um og birt verður reglulega.

Slóðin er http://www.molduxar.is/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir