Nöldri fokreiður út í Vegagerðina

Nöldri Húnahornsins fer mikinn í marspistli sínum og segist vera fokreiður út í Vegagerðina sem telji sig eiga fé til þess að leggja nýjan veg fram hjá Blönduósi en á sama tíma sé ekki til peningur til að laga brúna yfir Blöndu, lífæð Blönduósinga.

En gefum Nöldra orðið; -Ég er fokreiður út í vegagerðina. Að starfsmenn ríkisfyrirtækis skulu vera að tjá þær skoðanir sínar að réttast væri að leggja nýjan veg framhjá Blönduósi á sama tíma og þeir svíkjast um að laga þjóðveginn hérna í gegn. Laga brúna, lífæð okkar Blönduósinga sem, svo ég nöldri um það enn og aftur, er stórhættuleg yfirferðar bæði þegar snjór er á henni og eins ef rignir því þá situr vatnið á henni í stórum tjörnum. Þetta ástand versnar með hverju árinu og er algerlega óásættanlegt. Séu til nokkur hundruð miljónir í þessa Húnavallaleið, hlýtur að vera hægt að fá smálán í lagfæringu á núverandi þjóðvegi 1, áður en slys verður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir