Nettur Dúett endurtekinn

Síðastliðinn föstudag, 29. maí, héldu Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir (Hrabbý) og Guðmundur Helgason (Mundi) tónleika í Hvammstangakirkju og var stemmningin á tónleikunum róleg og þægileg. Mikil ánægja var með tónleikana og greinilega margir svekktir yfir því að komast ekki.

 

Það er því svo að vegna fjölda áskorana hafa Mundi og Hrabbý ákveðið að endurtaka tónleikana í Hvammstangakirkju á n.k. fimmtudag, 4. júní, kl. 20:30. Á dagskrá eru lög úr ýmsum áttum.

 

Miðaverð er kr. 1.500,-, en enginn posi er á svæðinu.

/Norðanátt.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir