Námskeið í markaðssetningu á netinu

SSNV atvinnuþróun í samvinnu við Útflutningsráð stendur fyrir námskeiði í Markaðssetningu á netinu í húsnæði Farskólans- miðstöðvar símnenntunar Faxatorgi 1 á Sauðárkróki mánudaginn 19. apríl nk. 

Námskeiðið sem er 4 klukkustunda langt tekur á hagnýtan hátt á markaðssetningu á netinu. Farið verður yfir helstu samskiptaleiðir netsins á hagnýtan hátt með áherslu á hvernig þær geta skapað miklar tekjur. Markmiðið er að þátttakendur öðlist þekkingu sem nýtist þeim strax í starfi.

Kennslan byggir á bókinni „Markaðssetning á netinu“ en bókin er  innifalin í þátttökugjaldi námskeiðsins.

Dagskráin:

  • Netið, breytingar og tækifæri –  staðan í dag
  • Vefborðar
  • Leitarvélar (Náttúrulegar niðurstöður)
  • Leitarvélar (Greiddar niðurstöður)
  • Vefgreiningartól
  • Samfélagsmiðlar
  • Tölvupóstar
  • Sala í gegnum netið

 

/ssnv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir