Mynd Stefáns Friðriks í úrslit
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
03.06.2009
kl. 11.02
Yfirborð, mynd Stefáns Friðriks Friðrikssonar er komin í úrslit á Stuttmyndadögum Reykjavíkur sem haldnir eru í Kringlubíói.
Er mynd Stefáns ein af 19 myndum sem komust í úrslit en alls voru sendar 90 myndir inn í keppnina. Yfirborð er útskrifar verkefni Stefáns Friðriks úr Kvikmyndaskóla Íslands en Stefán hlaut Bjarkann, verðlaun skólans, fyrir myndina. Stefán Friðrik vinnur þessa dagana við kvikmyndagerð hjá Skottu kvikmyndafjélagi í Skagafirði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.