Mögnuð byrjun á Forsælu

Sungið af innlifun. Mynd; Valbjörn Geirmundsson. Söngvararnir Kristján Jóhannsson,Alexandra Chernyshova og stúlknakór hennar fóru á kostum í stórkostlegri söngveislu á síðasta degi vetrar þar sem söngvararnir þöndu raddbönd sín í þvílíkri rússibanareið að áhorfendur féllu gjörsamlega í stafi yfir tilþrifunum.

Þarna var flutt mjög blandað efni við allra hæfi svo sem Disney lög í bland viðÓperulög úr þekktum óperum svo sem La Traviata ofl.
 -  lög úr söngleiknum West side story og stórkostleg einsöngslög eins og Næturgalinn/Solovej í flutningi Alexöndru og O sole mio með Kristjáni  ásamt mörgu öðru.

Stemningin í salnum var alveg frábær og fóru áhorfendur heim í sannkallaðri sæluvímu.

Kynnir á tónleikunum var Guðrún Ásmundsdóttir leikkona og píanóleikari var Tom R. Higgerson

Sögðu áhorfendur að þarna hafi verið á ferðinni stórkostleg byrjun á Sæluviku og að erfitt verði að toppa þetta.

Myndir: Valbjörn Geirmundsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir