Miljónasta plantan á Silfrastöðum
Í sumar verður gróðursett miljónasta plantan á Silfrastöðum í Skagafirði. Þar hafa Jóhannes Jóhannsson og Þóra Jóhannesdóttir stundað skógrækt frá árinu 1991, þannig að þau voru byrjuð að gróðursetja í verkefninu nytjaskógrækt á bújörðum áður en Norðurlandsskógar voru stofnaðir árið 2000. Í sumar fer einnig tíu miljónasta plantan á vegum Norðurlandsskóga í jörð.
Norðurlandsskógar voru stofnaðir árið 2000 og gróðursetningar á vegum verkefnisins hófust það sumar. Sumarið í sumar er því 10 sumarið sem gróðursett er á vegum verkefnisins og miljón plöntur að meðaltali á ári á þessum fyrstu 10 árum verður að teljast góður árangur miðað við það takmarkaða fjármagn sem verkefninu hefur verið skammtað.
Í tilefni þessara tímamóta verður gróðursett með viðhöfn á táknrænan hátt miljónusta plantan á Silfrastöðum og tíumiljónusta planta Norðurlandsskóga. Athöfnin verður í skógræktinni á Silfrastöðum fimmtudaginn 25. Júní og hefst kl. 16 með skógargöngu. Allir skógarbændur eru hjartanlega velkomnir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.