Með andarunga í fóstri
Þeir Ágúst Friðjónsson og Bragi Hilmarsson á Sauðárkróki rákust á lítinn andarunga sem hafði orðið viðskila við sína nánustu á Króknum fyrir stuttu. Þeir tóku hann með sér heim yljuðu honum og gáfu að borða.
Fæðið er einfalt, brauð og mjólk, próteinrík fæða s.s. eins og eggjahvíta og svo eru tíndir grasmaðkar og lirfur af runnunum við húsið en það virðist vera uppáhalds maturinn. Unginn fékk að spreyta sig í sundi í heita pottinum í garðinum þar sem hann skemmti sér vel og svo dvelur hann á baðherberginu þar sem ylur er í gólfinu og þar líður honum vel, segja þeir Ágúst og Bragi.
Reynt var að finna endur í nágrenni Sauðárkróks sem voru tilbúnar að taka hann að sér en ekki gengið ennþá en áfram verður reynt og að sögn þeirra Ágústs og Braga verður farið með andarungann í sveitina þar sem haldnar eru aliendur ef allt annað bregst enda erfitt er að halda andarunga í heimahúsi þar sem hann virðir engar húsreglur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.