Markvissmenn skotvissir um páskana
Húnvetningar voru í góðu formi á páskamóti Skotfélags Reykjavíkur sem fram fór laugardaginn 3. apríl á svæði félagsins á Álfsnesi. Skotnir voru 3 hringir + úrslit og stóð Hákon Þór Svavarsson, ættaður frá Litladal, SFS uppi sem sigurvegari með 92 stig.
Guðmann Jónasson Skotf.Markviss hafnaði í 2. sæti með 91 stig, í 3. sæti hafnaði Örn Valdimarsson SR með 90 stig og í 4. sæti varð Bergþór Pálsson Skotf.Markviss með 85 stig.
Í flokkakeppni vann Hákon Þór Meistaraflokkinn og Markviss mennirnir Guðmann og Bergþór tóku fyrsta og annaðsætið í 1.flokk.
Um næstu helgi mun landslið Íslands í leirdúfuskotfimi koma saman til æfinga sunnan heiða, en landsliðshópinn skipa þeir Hákon, Örn, Guðmann og Sigurþór Jóhannesson.
Þjálfari liðsins er Peeter Päkk frá Eistlandi en hann starfar um þessar mundir sem landsliðsþjálfari Finna.
/Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.