Markaður til styrktar Þuríði Hörpu
Á laugardegi í Lummudögum sem haldnir verða 26. – 28. júní n.k. á Sauðárkróki verður settur upp götumarkaður í Aðalgötunni. Þar ætla nokkrar konur að vera með söluborð og afraksturinn rennur til styrktar Þuríði Hörpu.
Stína frá Hellulandi, Inga Sigtryggs og Stefanía Stefáns ætla að vera með söluborð þar sem í boði verða allskyns hlutir, fatnaður, leikföng og fl. bæði notað og nýtt og allur ágóði rennur til styrktar Þuríði Hörpu sem undirbýr sig fyrir ferðalag til Indlands nú í ágúst til að freista þess að fá einhverja bót meina sinna eins og hægt er að lesa á bloggi hennar http://www.oskasteinn.com/.
Þær Stína, Inga og Stefanía vonast til þess að sjá sem flesta sem sjá sér fært um að koma við hjá þeim og styðja gott málefni. Einnig ætla þær að gefa lummusmakk í tilefni dagsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.