Margrét Eir á jólavöku á Hofsósi
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
15.12.2015
kl. 19.52
Jólavaka Grunnskólans á Hofsósi verður haldin í Höfðaborg miðvikudaginn 16. desember klukkan 20:30. Dagskráin verður fjölbreytt að vanda; upplestur, söngur og hljóðfæraleikur nemenda. Hátíðarræðu flytur sr. Halla Rut Stefánsdóttir.
Aðalgestur kvöldsins er söngkonan stórkostlega Margrét Eir, sem mun flytja nokkur jólalög. Aðgangseyrir er krónur 2000 krónur fyrir fullorðna og 600 krónur fyrir börn á grunnskólaaldri. Tekið er við greiðslukortum. „Komið og eigið notalega stund með okkur,“ segir í tilkynningu frá nemendafélaginu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.