Mannvirkjasjóður KSÍ úthlutaði Umf. Hvöt 1 milljón
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
19.06.2009
kl. 08.28
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað á fundi sínum þann 25. maí að úthluta 34 milljónum úr Mannvirkjasjóði KSÍ en þetta er í annað skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum. Alls voru það 8 félög sem hlutu úthlutun í þetta skipti. Umf. Hvöt var eitt þessara félaga en KSÍ úthlutaði félaginu 1 milljón króna vegna æfingasvæðis/áhorfendasvæði norðan við núverandi leikvang.
Sjóði þessum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu. Gert er ráð fyrir að Mannvirkjasjóður KSÍ muni á árunum 2008-2011 úthluta 200 milljónum króna til aðildarfélaga.
/Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.