Málað í blíðunni

Það hljóp heldur betur á snærið hjá krökkunum í Árvistinni á Króknum þegar Bergþór ljósmyndari færði þeim heljarstóran pappír sem ekki kom að notum hjá honum á ljósmyndastofunni en nýttist vel til listsköpunar hjá unga fólkinu.

Veðurblíðan í dag var svo notuð til að draga penslana yfir pappírinn og hinar ýmsu myndir litu dagsins ljós. Krakkarnir skiptust á að mála svo allir gerðu sitt í heildarverkinu. Verkið verður til sýnis á opnum dögum sem hefjast í næstu viku. Ljósmyndari Feykis smellti nokkrum myndum af ungu listamönnunum í sólinni í dag.   

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir