Magnaðir krakkar með tombólu

Þessir duglegu krakkar voru með tombólu í Skagfirðingabúð á þriðjudaginn en þau söfnuðu til styrktar Þuríði Hörpu og komu svo í Nýprent og
afhentu Þuríði sjóðinn. 
Krakkarnir voru ansi dugleg að safna í pokann en alls var talið upp úr honum kr. 16205
Þuríður Harpa vill koma á framfæri kæru þakklæti til þessara frábæru krakka.

Krakkarnir heita: Anna Margrét Hörpudóttir, Álfheiður Agla Oddbjörnsdóttir, Áróra Árnadóttir, Ásthildur Ómarsdóttir, Ingi Sigþór Gunnarsson, Kolbrún Sonja Rúnarsdóttir,  María Dögg Jóhannesdóttir og Róbert Smári Gunnarsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir